tisa: Bilanatíðni Tinnu

föstudagur, janúar 16, 2009

Bilanatíðni Tinnu

Fyrsta 'helgarfríið' mitt síðan skólinn byrjaði.
Finnst eins og þurfi að gera eitthvað magnað.

Ég er komin með magnaðan lista yfir magnaða hluti sem ég hef ætlað mér að gera.

1. Moka út úr herberginu mínu. (einnig þekkt sem að taka til)
2.Fara í IKEA og kaupa fataskáp svo ég hafi annan stað en gólfið til að geyma fötin mín á.
3.Setja saman fataskápinn því IKEA selur bara húsgögn í formi púsluspila.
4.Éta pítsu.
5.Drekka hvítvín.
6.Búa til möffins og túnfisksalat
7.Fara á Slumdog millionare.
8.Læra heima
9.Horfa á endursýningar á Skjá Einum.
10.Þvo þvottinn minn (er að verða uppiskroppa með sokka)
11.Setja svona vatnsheldisdót á skóna mína.
12.Vinna á vídjóleigu.
13.Sofa út
14.Hanga á Facebook og njósna um fólk sem ég þekki ekki neitt.

Með mínum metnaði ætti mér að takast að framkvæma allavega þriðjung af þessu.


Útúrdúr: Mér er frekar kalt á tánum þessa dagana.


Ég er komin með fráhvarfseinkenni.
Nei.
Ég er ekki hætt að reykja.
Makkinn góði er búin að vera í vigerð í viku.
Eitthvað svona fatal error sem poppaði upp svo ég sá mig knúna til þess að láta Makkann frá mér.
Tölvulausa Tinna tók því upp bók.
Núna er ég búin með tvær skáldsögur.
jPod sem er spennandi og skemmtileg á ógeðslega nördalegan og stórfurðulegan hátt.
About a Boy sem ég kláraði svo í gærkvöld/nótt sem er auðvitað yndisleg en hún er fyrir skólann.

Útúrdúr: Það er strákur að benda á mig og segja GRÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖÖH.


Aðrir bilaðir hlutir í eigu Tinnu.

Myndavélin mín sem ég keypti London fyrir ári.
Það varð þess valdandi að ég kom nánast myndalaus frá Ástralíu.
Pústið á bílnum.
Sem gerir það að verkum að mér líður eins og sé að keyra kappakstursbíl.
Sem er bara frekar kúl.
Fataskápurinn minn.
Eftir að ég datt á hann og hann brotnaði.
Það var ógeðslega sársaukafullt.
Eiginlega allar fjarstýringarnar sem ég á.
Má rekja það til kókniðurhellinganna miklu árið 2007.
Síminn minn.
Að því leyti að 'skella á takkinn' virkar ekki lengur.
Nefið mitt.
Það er alveg óstarfshæft.
Rennilásinn á peningaveskinu mínu.
Það er ýkt pirrandi.


Ég ætla að taka mál núna af fataskápnum mínum.
Það er svo gaman að mæla hluti.

tisa at 13:15

2 comments